Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 31.5.2019 13:03:01 |
Orgelvígsla í Hólskirkju

Á uppstigningardag var nýtt níu radda pípuorgel vígt í Hólskirkju í Bolungarvík. 

 

Í tilefni af aldarafmæli kirkjunnar árið 2008 var stofnaður orgelsjóður með það að markmiði að safna fyrir nýju pípuorgeli. Kristný Pálmadóttir stofnaði orgelsjóðinn 5. desember 2008 en kirkjan var vígð 7. desember 1908. Kristný söng í kirkjukórnum í áratugi en hún lést árið 2012. 

 

Árið 2017 var söfnuninni fyrir orgelinu lokið og í október var undirritaður samningur við Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar á Stokkseyri um smíði á nýju orgeli í kirkjuna. Orgelið er það fertutasta sem Björgvin Tómasson smíðar. 

 

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígði nýja orgelið á uppstigningardag. Sigrún Pálmadóttir söng einsöng með Kirkjukór Bolungarvíkur og Kvennakór Ísafjarðar söng undir stjórn Beötu Joó við undirleik Péturs Ernis Svavarssonar.

 

Gamla orgelið sem var fyrir í kirkjunni gáfu Bolvíkingar í tilefni af 50 ára vígsluafmæli hennar en það var vígt við hátíðarmessu 17. júní árið 1960 og var því notað samfellt í 58 ár. Nokkur samskonar orgel frá Kemper & Sohn voru í kirkjum á Íslandi og var orgelið í Hólskirkju það síðasta af þeim sem var í notkun.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.