Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 4.6.2019 11:19:51 |
Sjómannadagsmessa í átttugasta sinn

Sjómannadagsmessan í Hólskirkju fór fram á sjómannadag í átttugasta sinn í kjölfar skrúðgöngunnar frá Brimrjótum.

 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnarðarráðherra, predikaði í messunni en sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir þjónaði fyrir altari. Kór bolvískra og ísfiskra karla söng messuna.

 

Kransaberar voru Guðrún Freyja Sigurðardóttir og Hálfdán Arthur Róbertsson og fánaberar voru Sigurgeir Steinar Þórarinsson og Snorri Harðarsson.

 

Þrír sjómenn voru heiðraðir í messunni, Sveinbjörn Kristinn Ragnarsson og bræðurnir Benedikt Guðmundsson og Páll Guðmundsson. Elías Ketilsson annaðist heiðrun þeirra.

 

Eftir messuna var gengið til Grundarhólskirkjugarðs og blómsveigar lagði að minnismerkjum sjómanna í garðinum. 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.