Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 9.3.2020 14:30:00 |
160 milljónir í útsýnispall á Bolafjalli

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutaði í dag 160 milljónum króna í byggingu útsýnispalls á Bolafjalli. 

 

Úthlutunin í pallinn var hæst úthlutuna í ár en samtals úthlutað sjóðurinn 501,5 milljónum króna til uppbygginar ferðamannastaða.

 

Styrkurinn til Bolafjalls felst í gerð útsýnispalls á toppi Bolafjalls við fjarðarminni Ísafjarðardjúps, ásamt frágangi á landi í nánasta umhverfi hans.

 

Útsýnispallurinn mun hanga utan í þverhníptum stórstuðluðum klettum með stórbrotið útsýni yfir Ísafjarðardjúp, inn jökulfirði og út yfir sjóndeildarhring í átt til Grænlands.

 

Bygging útsýnispallsins byggir á hönnun tillögu Sei Arkitekta, Landmótunar og Argosar sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnunina en verkfræðiráðgjöf veitti S. Saga ehf.

 

Mjög spennandi innviðauppbygging, sem stuðlar að bættu öryggi ferðamanna og skapar nýtt aðdráttarafl á veiku svæði, segir í umsögn sjóðsins.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.