Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 12.3.2020 11:57:19 |
Opnunarhelgi Einarshússins

Einarshúsið opnar veitingastaðinn formlega laugardaginn 14. mars 2020 og í tilefni af því verður boðið upp á léttar veitingar frá kl. 12:00 til kl. 14:00 og eru allir velkomnir.

 

Laugardagskvöldið verður hlaðborð með hægelduðum lambaskönkum og meðlæti frá kl. 18:00 til 20:00 á 1.900 kr. manninn. Pantanir í síma 864-1515.

 

Sunnudaginn 15. mars verður svo boðið upp á Brunch-hlaðborð frá kl. 12:00 til kl. 14:00 á 1.900 kr. manninn. Pantanir í síma 864-1515.

 

Til að byrja með verður heimilismatur á hlaðborði í hádeginu miðvikudag, fimmtudag og föstudag frá kl. 12:00 til kl. 13:30 frá 1.900 kr. á mann.

 

Pizzur að hætti hússins verða á fimmtudagskvöldum frá kl. 18:00 til 21:00 og brunch á sunnudögum frá kl. 12:00 til kl. 14:00 frá 1.900 á mann. Í kjallaranum er boltinn í beinni með léttum veitingum.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.