Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 21.5.2007 | Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Góður eftirréttur

Nú er ætlunin að birta uppskrift af góðum eftirrétti úr bókinni Vinsælast í Víkinni. Í þessa uppskrift má nota epli, banana eða rabarbara. Þetta er tilvalinn eftirréttur til að bera fram eftir steikina á hvítasunnunni. Verði ykkur að góðu. 2. egg 2. epli ( bananar eða rabarbari) 100 gr. sykur 75. gr. kókosmjöl 2. msk. hveiti 1. tsk. lyftiduft 2. tsk. kanill Öllu hrært saman. Sett í eldfast mót inn í 175°C heitan ofninn og bakað í 35 til 40 mín. Borið fram heitt með þeyttum rjóma. Dóra Lína


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.