Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vinsælast í Víkinni | 29.5.2007 | Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
Rækjuhrísgrjónaréttur

Þessi rækjuhrísgrjónaréttur sem borin er á borð að þessu sinni telst til þeirra vinsælustu hér í Víkinni þessa daganna. Þennan ljúffenga rétt þarf að útbúa daginn áður og geyma vandlega á köldum stað. Rækjuhrísgrjónaréttur: 2 bollar soðin hrísgrjón 300 gr. majones 1/4 ds. maís 400 gr. rækjur 1-2 grænar papríkur ( brytjaðar smátt) 1 msk. condimix 3 tsk. karrý 1 tsk. hvítlauksduft Allt hrært saman í skál og sett í kringlótt form sem hefur verið bleytt með köldu vatni. Látið standa á köldum stað yfir nótt. Hvolft á fat og borið fram með graflaxsósu. Lára Arinbjörnsdóttir


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.