Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vísnahorn Víkara | 27.1.2009 |
Bæjarbragur

Guðrún Sigurbjörnsdóttir er hagyrðingur góður og samdi hún bæjarbrag sem nefndarkonur sungu á nýafstöðnu þorrablóti í Bolungarvík enda hefð fyrir slíku. Lagið er Sérleg pía er Sigga Geira og eru lesendur hvattir til að grípa í gítarinn og söngla með.

Í Víkinni okkar er gott að vera
alltaf líflegt og margt að gera.
Í bænum mannlíf það besta er
í bæjarbragi það skoðum hér.

Það vita: Sigurjón og Guðrún Magnúsar og Geiri Guðmundsson og Óli málari og Hildur Bensa B og Gunna Gumma H og Högni Jóns Egils og líka ég(Anna María).

Snjóflóðagarður á taugar tekur
því rosa titringur bæinn skekur.
Er flautið heyrist menn flýja í var
og finnast seinna á Rögnu bar.

Það fréttu: Geiri Sól og Nonni Addýjar og Halli Sóleyjar og Valli bakari og Lalli Benediks og Oddbjörn Stefánsson og Bragi Gunnu Jóh. og líka ég (Sigga).

Meirihlutinn hann hrökk í sundur
hann Elli gaf Önnu eitthvað glundur.
Svo kosti karlsins hún mætti sjá
og K- listanum þá sparka frá.

Það vissu: Sölvi Sól og Elli Jónatans
og Jói Hannibals og Baldur Gurrýjar
og Ragna Jóhanna og Anna Jörundar
og Gunnar Oddnýjar og líka ég (Elín).

Auðmenn eigum já, marga góða
en hlutabréfin þá gerðu óða.
Þeir mega margir á eftir sjá
milljónabréfum sem fall varð á.

Það heyrðu: Olli P og Svenni Ragnarsson og Geiri Jórunnar og Elvar Elínar og Falli Kristrúnar og Olli Hávarðar og Leifi Lárunnar og líka ég (Alda).

Kvótakóngurinn komst í bobba
því krónan faldi sig fyrir Kobba.
Á fullu stími sá strákur er
stórútgerðina hann rekur hér.

Þar koma: Guðbjartur og Flosi Jakobsson og Setta Bernódus, og Snorri Harðarson og Guðný Þóa frú. og Nonni Pétursson og Sigga Kára svo og líka ég (Brynja).

Við eigum Sossu þá eðalkvinnu
sem alltaf vill okkur skapa vinnu.
Hafsækin ferðalög vill hún fá
flakkara heimsins í kofa smá.

Það þekkja: Gummi Ó og Benni Sigurðar og Kristján Arnarson og Bogi á safninu og Bjössi á Öldunni og Svenni úr Tungunni og Pálmi Karvelsson og líka ég (Anna E).

Kirkjan á hólnum er hundrað ára
Halli mál gerði hana klára.
Heilagur andi kom yfir hann
hátísku litinn á kirkju fann.

Þar ráða: Gummi Ól og Agnes Sigurðar og Einar Jónatans og Kristný Lúlla Vald og Hraunberg Egilsson og Diddi Gumma Rós og Inga Sigurðar og líka ég. (Steina)

Stækkuð höfnin og styrktarstálið
stöðugt kynnti undir ástarbálið.
Því taktfast hljóðið um bæinn berst
nú barnafjölgunin verður mest.

Það vita: Anton H. og Lýður læknisins og Siggi Málfríðar og Óli á Öldunni og Víðir Benedikts og Bogi Jakobsson og Siggi Hjartarson og líka ég (Bíbí).

Höf: Guðrún Sigurbjörnsdóttir


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.