Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Vísnahorn Víkara | 30.9.2011 15:00:00 |
Gamanvísur

Nú skal gripið niður í gamanvísur sem fluttar voru á jólafagnaði sem starfsfólk ráðhússins hélt fyrir margt löngu síðan. Þar var gert góðlátlegt grín af starfsfólki eins og venja er til á slíkum stundum. Ennþá má lesa margt út úr vísunum sem á við enn þann dag í dag en vísurnar voru að mestu leiti tilbúningur eins og gengur og gerist og restin dagsannar lygar eins og jafnan er í slíkum kveðskap. 

 

Ólafur Kristjánsson fyrrverandi bæjarsjóri var að láta af störfum á þessum tímapunkti en ráðningasamningur hans hafði verið framlengdur af þáverandi bæjaryfirvöldum. Þegar þarna var komið við sögu var hann að hætta og glaðbeittur sló á létta strengi á píanóinu og spilaði undir þessar gamanvísur með einkar lagvissri söngkonu og textahöfundi.

 

Í bankanum hún peningana telur
við Hafnargötu flestum stundum dvelur.
Nú sælleg saman gæta bús og barna
„ og nú síðast var Björg í Dóminíska lýðveldinu á stuttbuxum og ermalausum bol“
að spóka sig með Bjarna.

Með póstinn Sunna arkar hér um stræti
og merkilegt hve hún er frá á fæti.
Sér unir vel í kyrrðinni á Ósi
„ og hennar bestu stundir eru þegar hún getur verið alein með beljunum“
og Högna út í fjósi.

Á skrifstofunni starfað hefur Munda
þar ýmislegst  sér finnur til að dunda
en eitt af því sem freistar þeirra hjóna
„ er að fara tvö ein í sumarbústaðinn með allan mögunlegan útbúnað“
og sparibílinn bóna.

Af fullum krafti heilsurækt þau iðka
Í gönguferðum liðamót að liðka.
Hratt ganga til að halda á sér hita
„ svo leiðast Gurrý og Einar eins og unglingar í næturhúminu alsett endurskynsmerkjum“
og arka út að vita.

Hann Halldór er til margra hluta nýtur
því hann er sóttur þegar annað þrýtur
Hann vinnur nú á 10 tíma vöktum
„ við að reikna út álögð gjöld á okkur bæjarbúa“
með fullum dráttarvöxtum.

Í sparisjóðnum gott er nú að vinna
því Ásgeir vill þar sínum konum sinna,
svo stelpurnar hans verði ekki sjúkar
„ lætur hann nuddara koma vikulega í sparisjóðinn svo stelpurnar“
verði alltaf mjúkar.

Núna er hann Flosi feiknaglaður
því inn í garðinn sér nú enginn maður.
Í snatri reis þar skjólveggurinn hái
„ því þegar Flosi sá Brynju í bikini á pallinum, fór að gera vart við sig“
fiðringurinn grái.

Við kvennaríki Jónas hefur búið
það þykir honum stundum ansi snúið
Hann hefur ætíð þráð að eignast sonu
„ svo nú vandaði hann sig sérstaklega vel þegar hann var að „
barna sína konu.

Í bæjarstjórn nú mátti ekki slóra
því ráða þurfti snarast fyrir Óla.
Það bæjarstjóra gæfi meira vægi
„ ef viðkomandi gæti spilað lýtalaust á píanó, væri hæfilega drykkfeldur og kvensamur“
Í heldur meira lagi.

Og bráðlega nú Óli hættir störfum
en verður eitthvað áfram eftir þörfum
Við ætlum ekki að framlengja hann lengur
„ enda hefurhann látið á sjá eftir allar þessar framlengingar, eins og þetta var fallegur“
og yndislegur drengur.

Senn fer ég að hætta hér og þegja
að endingu ég þetta vildi segja
ykkur, fyrir mína hönd og Óla
„ óskum við ykkur öllum farsældar á komandi ári“
og gleðilegra jóla.

Höf. Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Lag. Bílavísur
Flutt á jólafagnaði í Ráðhúsinu þar sem Ragna söng og Ólafur Kristjánsson lék á píanó


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.