Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Örnefnasögur | 21.11.2007 | Heima í Bolungarvík

Á bökkunum inn af Hvassaleiti á Stigahlíð er hóll einn lítill, nefndur Ölver eða Ölvishaugur, eftir formanni eða höfðingja sem þar á að vera heygður. Skip hans á og að vera grafið í barði þar skammt frá. Einhvern tíma átti að hafa verið gerð tilraun til að grafa í hólinn en fljótlega hætt við það, þar eð svo virtist sem hlíðin öll mundi hrynja yfir þá sem að greftinum unnu, svo að þeir urðu hræddir og hættu hið bráðasta.

Sögnin segir, að þeir væru þrír bræður, eða fóstbræður, Ölver, Flosi og Straumur, sem ávallt fylgdust að í víkingaferðum. Lögðu þeir svo fyrir, að þeir skyldu heygðir sinn á hverjum stað, en þó svo, að þeir gætu séð hver til annars. Skyldu þeir svo vera hollvættir þess svæðis, sem á milli ...


Örnefnasögur | 21.11.2007 | Heima í Bolungarvík

Átján manna lág er í Óshólum. Um hana er sagt að þar hafi eitthvert sinn verið 18 menn á ferð. Eitthvert misklíðarefni kom upp meðal þeirra svo að þeir gripu til vopna og börðust um ágreiningsefni sitt. Lauk bardaganum svo, að þeir féllu þar allir, og eru dysjaðir þar.


Örnefnasögur | 21.11.2007 | Heima í Bolungarvík

Sú er sögn, að þegar Tyrkir rændu hér við land, hafi þeir komið til Bolungarvíkur. Segir ekki af athöfnum þeirra annað en að tveir þeirra ætluðu fram í Syðridal til að leita þar fanga. Héldu þeir gangandi fram dalinn. Kunnáttumaður einn í dalnum hafði veður af ferð þeirra og erindi. Kom hann því svo fyrir, að er þeir fóru hjá gili einu á neðanverðum Syðridal, ruddist þar fram skriða mikil. Tveir steinar, heljarstórir, lentu sinn á hvorum Tyrkjanna og mörðu þá til bana. Átti fótur annars Tyrkjans að hafa staðið út undan öðrum steininum. Byggðarmenn sluppu þannig frá ofbeldi ránsmannanna. Steinarnir, sem urðu Tyrkjunum að aldurtila heita síðan Tyrkjar, og hinn minni steinninn Tyrkjabróðir, en gilið Tyrkjagil.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Íbúð óskast.

Óska eftir stúdíó eða 2 herb íbúð frá 1 maí til 1 sept. Gott væri ef einhver húsgögn fylgdu með. Uppl í síma 8658093 eða lbrynjarsson@gmail.com

Eldra efni
Örnefnasögur | 21.11.2007 | Heima í Bolungarvík
Örnefnasögur | 21.11.2007 | Heima í Bolungarvík
Örnefnasögur | 20.11.2007 | Heima í Bolungarvík
Örnefnasögur | 20.11.2007 | Heima í Bolungarvík
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.