Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Örnefnasögur | 21.11.2007 | Heima í Bolungarvík
Tyrkjar

Sú er sögn, að þegar Tyrkir rændu hér við land, hafi þeir komið til Bolungarvíkur. Segir ekki af athöfnum þeirra annað en að tveir þeirra ætluðu fram í Syðridal til að leita þar fanga. Héldu þeir gangandi fram dalinn. Kunnáttumaður einn í dalnum hafði veður af ferð þeirra og erindi. Kom hann því svo fyrir, að er þeir fóru hjá gili einu á neðanverðum Syðridal, ruddist þar fram skriða mikil. Tveir steinar, heljarstórir, lentu sinn á hvorum Tyrkjanna og mörðu þá til bana. Átti fótur annars Tyrkjans að hafa staðið út undan öðrum steininum. Byggðarmenn sluppu þannig frá ofbeldi ránsmannanna. Steinarnir, sem urðu Tyrkjunum að aldurtila heita síðan Tyrkjar, og hinn minni steinninn Tyrkjabróðir, en gilið Tyrkjagil.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.