Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 29.5.2015 07:20:28 |

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur verið haldin árlega í Reykjavík frá árinu 1999 og hefur vaxið mikið síðan þá. Í ár á að blása til sóknar og færa landsbyggðinni hluta af hátíðinni þar sem Iceland Airwaves ætlar hringinn í kringum landið í júní og ber ferðin yfirskriftina „Veðurskipið Líma“.

Fyrsti viðkomustaður Veðurskipsins Líma og Iceland Airwaves verður Félagsheimilið í Bolungarvík 10. júní klukkan 20:00, frítt verður inn á tónleikana. Með í för verða Emmsjé Gauti, Agent Fresco og dj flugvél og geimskip.  Auk þess munu sigurvegararnir úr Músíktilraunum Rythmatik koma fram sem sérstakir gestir í Bolungarvík.

Auk Bolungarvíkur mun „Veðurskipið Líma“ ferðast til Grenivíkur, Raufarhafnar, Breiðdalsvíkur og Reykjanesbæjar.

Miðar á Iceland Airwaves verða ...


Menning og mannlíf | 27.5.2015 15:22:26 |

Þuríðardagurinn 2015 verður haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 4. júní, dagskrá hefst klukkan 19:30 í Félagsheimili Bolungarvíkur.

Markmiðið er að gera þennan dag að árlegum viðburði og er þetta í annað sinn sem dagurinn er haldinn. Dagurinn er haldinn hátíðlegur fimmtudaginn fyrir sjómannadaginn í Bolungarvík þar sem Þuríður Sundafyllir, landnámskona Bolungarvíkur, seiddi fisk í Djúpið og því ekki úr vegi að hefja hátíðarhöld sjómanna með þessu móti.

Markmið Þuríðardagsins er einnig að minnast Þuríðar og kynna sögu kvenna í Bolungarvík, gleðjast og eiga góða samverustund. Þó áhersla er lögð á sögu kvenna og kraftinn sem í þeim býr eru karlar einnig hvattir til þess að koma á viðburðinn.

Dagskrá dagsins er fjölbreytt og ættu allir að geta fundið sér ...


Menning og mannlíf | 22.5.2015 22:03:19 |

Gulu miðarnir sem hafa glatt hjörtu Bolvíkinga undanfarna daga eru sumarkveðja frá vinum Bolungarvíkur. Þó vinirnir séu ekki nafngreindir eru skilaboð þeirra til bæjarbúa jákvætt innlegg í bæjarbraginn. Vinir Bolungarvíkur vilja koma eftirfarandi skilaboðum áleiðis...

 

Nú trúi ég og treyst'á
að takist einsog stefnt var að:
Við fáum hugi samein-að
á nýjum stað.
Ég trúi því að nú sé lag,
það komi tíð með bættum hag,
og dagur eftir þennan dag
á nýjum stað...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Menning og mannlíf | 21.5.2015 23:36:37
Menning og mannlíf | 21.5.2015 17:01:13
Menning og mannlíf | 4.5.2015 19:57:26
Menning og mannlíf | 20.4.2015 22:56:10
Menning og mannlíf | 13.4.2015 21:34:36 | Morgunblaðið
Menning og mannlíf | 9.4.2015 12:18:46
Menning og mannlíf | 29.3.2015 09:58:30
Menning og mannlíf | 13.3.2015 09:35:57
Menning og mannlíf | 5.3.2015 17:28:11
Menning og mannlíf | 25.2.2015 11:25:20
Menning og mannlíf | 18.2.2015 15:51:27
Menning og mannlíf | 11.2.2015 11:26:08
Menning og mannlíf | 5.2.2015 08:06:11
Menning og mannlíf | 31.1.2015 07:57:56
Menning og mannlíf | 15.1.2015 23:11:49
Menning og mannlíf | 9.1.2015 14:29:37
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Gull í mund
30.4.2015 16:03:57

Bæjarráð Bolungarvíkur ákvað á fundi sínum í gær að auka opnun Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar og verður framvegis opið frá kl. 06:15 á morgnana virka ...

Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Myndbandið
Nýleg virkni