Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 13.3.2015 09:35:57 |

Rannsóknarmiðstöð í þjóðfræði við Háskóla Íslands hefur hafið söfnun á glímumyndum frá árunum 1900-1960.
Við skönnum myndirnar (tökum þær ekki) og við höfum áhuga á hverskyns myndum sem sýna glímukappa frá þessum árum.

Við viljum biðja þá sem eiga slíkar myndir og vilja deila með okkur að hafa samband við Sæbjörgu Freyju Gísladóttur þjóðfræðing í síma 8430077 eða á sabjorg@gmail.com

Sæbjörg Freyja Gísladóttir er Önfirðingur sem er þjóðfræðingur að mennt og er að fara af stað með söfnun með leiðbeinanda sínum Valdimar Hafstein.


Menning og mannlíf | 5.3.2015 17:28:11 |

Vegna veikinda komast töfrahetjurnar ekki vestur til að halda töfrasýningu sem átti að vera í Félagsheimili Bolungarvíkur nk laugardag. Þess í stað hefur verið ákveðið að blása í veglega fjölskylduskemmtun á sunnudaginn kl 14:00 í Félagsheimili Bolungarvíkur. Sveppi og Villi verða með vísindatilraunir og svo munu þeir syngja og skemmta eins og þeim einum er lagið.

 


Menning og mannlíf | 25.2.2015 11:25:20 |

Tónleikar í tilefni Dags tónlistarskólanna verða haldnir í Félagsheimilinu í Bolungarvík miðvikudaginn 25.febrúar kl. 18:00.


Í hléinu verður boðið upp á kaffi, djús og kex

Allir hjartanlega velkomnir og er aðgangur ókeypis


Tónlistarskólastjóri og kennarar
Tónlistarskóla Bolungarvíkur


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Menning og mannlíf | 18.2.2015 15:51:27
Menning og mannlíf | 11.2.2015 11:26:08
Menning og mannlíf | 5.2.2015 08:06:11
Menning og mannlíf | 31.1.2015 07:57:56
Menning og mannlíf | 15.1.2015 23:11:49
Menning og mannlíf | 9.1.2015 14:29:37
Menning og mannlíf | 6.1.2015 09:00:00
Menning og mannlíf | 17.12.2014 12:53:57
Menning og mannlíf | 10.12.2014 21:50:45
Menning og mannlíf | 27.11.2014 01:00:31
Menning og mannlíf | 25.11.2014 00:41:11
Menning og mannlíf | 20.11.2014 21:37:13
Menning og mannlíf | 19.11.2014 22:52:22
Menning og mannlíf | 19.11.2014 22:27:54
Menning og mannlíf | 19.11.2014 00:42:17
Menning og mannlíf | 13.11.2014 00:46:16
Næstu viðburðir
sunnudagur, 29. mars 2015
Uppskeruhátíð sunnudagaskólanna í Hólskirkju.

Á pálmasunnudag, 29. mars, verður haldin uppskeruhátíð sunnudagaskólanna. Þá koma saman allir sunnudagaskólarnir á svæðinu og sameinast í söng og leik. Eftir stundina í kirkjunni verður boðið upp á pylsur og djús í safnaðarheimilinu. Allir eru velkomnir. Eldri borgarar sérstaklega hvattir til að mæta!

fimmtudagur, 2. apríl 2015
Fermingarmessa á skírdag kl.11:00.

Fermingarmessa á skírdag kl. 11:00. Fermd verða: Karolína Sif Benediktsdóttir, Kristinn Hallur Arnarsson og Kristjana Berglind Finnbogadóttir.

sunnudagur, 5. apríl 2015
Árdegispáskaguðsþjónusta í Hólskirkju

Páskaguðsþjónusta í Hólskirkju kl. 9 á páskadagsmorgun. Komum saman í helgidómnum á þessum lífsins sigurdegi, mesta hátíðardegi kristinna manna.

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Smelltu til að skoða Bæjarráð viðurkennir 45% launahækkun
21.1.2015 11:43:36

Bæjarráð Bolungavíkur hefur loksins séð ástæðu til þess að segja frá ríflegri kauphækkun til bæjarfulltrúa sem bæjarstjórnin samþykkti  17. desember á ...

Myndbandið
Nýleg virkni