Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 9.10.2015 08:55:53 |

Í september skipulagði starfsfólk leikskólans Glaðheima tvær útiskólavikur. Bangsadeild og Kisudeild var í útiskóla 14.-18. september og Lambhagi dagana 19.-23. september . Útiskólinn var skipulagður í tengslum við Dag íslenskrar náttúru sem var þann 16. september.

 

Markmið útiskólans er að efla útivist nemenda skólans, gera þá læsa á umhverfi sitt og gefa þeim tækifæri til að læra að bera virðingu fyrir náttúrunni og auka tengsl þeirra við umhverfi sitt. Í útiskólanum eru nemendur sem og kennarar leikskólans vaktir til umhugsunar um þá möguleika sem finnast í nánasta umhverfi þeirra til leiks og náms. Starfsfólk leikskólans skipulagði útiskólavikuna og nýttu hugmyndir og lærdóm sinn eftir námskeið sem þeir sóttu í Brighton í maí í útikennslu. Leikskólinn Glaðheimar leggur mikla áherslu á ...


Menning og mannlíf | 30.9.2015 10:17:38 |

Sextándi alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim í dag 30. september. Leikskólinn Glaðheimar tók þátt í deginum og var öllum börnum í skólanum boðið uppá mjólk. Það er stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum “Holl mjólk og heilbrigðir krakkar”. Með deginum vill Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í daglegu fæði barnanna.

Daglega er boðið uppá mjólk í leikskólanum Glaðheimum en ekki í svo flottum fernum líkt og í dag og voru öll börn skólans ánægð með þessa nýbreytni í tilefni dagsins.


Menning og mannlíf | 24.9.2015 14:02:24 |

Halldóra Þórarinsdóttir fagnaði 25 ára starfsafmæli í leikskólanum Glaðheimum í sumar. Á starfsdegi leikskólans fyrir stuttu var Halldóru komið á óvart er samstarfsfélagar hennar fögnuðu áfanganum með henni.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Vantar þig iðnaðarmann ?

Tek að allskonar verk tengd smíðavinnu Húsasmíði-sólpallasmíði-viðgerðir og fl. Finnbogi Bjarnason Húsasmiður Gsm.8639934

Eldra efni
Menning og mannlíf | 9.8.2015 15:56:53
Menning og mannlíf | 1.8.2015 21:00:52
Menning og mannlíf | 24.7.2015 22:00:53
Menning og mannlíf | 7.7.2015 23:41:48
Menning og mannlíf | 7.7.2015 23:15:18
Menning og mannlíf | 13.6.2015 19:30:23
Menning og mannlíf | 12.6.2015 14:09:35
Menning og mannlíf | 10.6.2015 20:25:08
Menning og mannlíf | 9.6.2015 23:03:59
Menning og mannlíf | 3.6.2015 11:33:30
Menning og mannlíf | 2.6.2015 08:48:00
Menning og mannlíf | 1.6.2015 20:27:22
Menning og mannlíf | 29.5.2015 07:20:28
Menning og mannlíf | 27.5.2015 15:22:26
Menning og mannlíf | 22.5.2015 22:03:19
Menning og mannlíf | 21.5.2015 23:36:37
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Gull í mund
30.4.2015 16:03:57

Bæjarráð Bolungarvíkur ákvað á fundi sínum í gær að auka opnun Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar og verður framvegis opið frá kl. 06:15 á morgnana virka ...

Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Myndbandið
Nýleg virkni