Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 17.12.2014 12:53:57 |

Jólatónleikar Tónlistarskóla Bolungarvíkur verða haldnir í Félagsheimilinu í Bolungarvík miðvikudaginn 17.desember, kl. 19:00. Einnig verður flutt jólalag eftir tónskáldið Selvadore Rähni. Einsöngvarar eru feðginin Benedikt Sigurðsson og Karolína Sif Benediktsdóttir ásamt Kvennakór Ísafjarðar. Meðleikarar eru Tuuli, Halli, Selva og Gummi Hjalta. Hljóðmaður er Haraldur Ringsted.

 

Boðið verður uppá kaffi, djús og piparkökur í hléinu.

 

Sérstakir gestir eru Benni Sig og Kvennakór Ísafjarðar. Stjórnandi: Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.

 

Aðgangur er ókeypis.

 

Allir velkomnir!

 

Skólastjóri og kennarar

Tónlistarskóla Bolungarvíkur


Menning og mannlíf | 10.12.2014 21:50:45 |

Það verður sögustund í Bjarnabúð á morgun þegar bolvíski barnabókarithöfundurinn Dagbjört Ásgeirsdóttir mun árita og lesa upp úr nýjustu bók sinni, Gummi fer í fjallgöngu. Sögustundin hefst kl. 16 og verður í betri stofunni í Bjarnabúð þar sem heitt verður á könnunni. Allir eru velkomnir á sögustundina, sérstaklega yngri kynslóðin sem mun eflaust hafa gaman af sögunni um hann Gummi og ævintýrin hans.


Menning og mannlíf | 27.11.2014 01:00:31 |

Það verður mikið um dýrðir við Félagsheimili Bolungarvíkur laugardaginn 29. nóvember nk. þegar ljósin á jólatré bæjarbúa verða tendruð. Að venju verður um hátíðlega stund að ræða þar sem Kirkjukór Bolungarvíkur mun syngja falleg jólalög og Helga Svandís Helgadóttir mun flytja jólahugleiðingu. Eftir að kveikt hefur verið á ljósum jólatrésins má búast við að jólasveinar láti sjá sig og eiga þeir örugglega eftir að gleðja bolvísku börnin.

 

Athöfnin hefst kl. 14:30 og munu nemendur eldri bekkja Grunnskóla Bolungarvíkur bjóða upp á kakó og smákökur.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Ótrúlegt úrval í Vélvirkjanum

Ótrúlegt úrval af vörum í verslun okkar að Aðalstræti 13-15. Verslunin er oft kölluð ótrúlega búðin. Vélvirkinn s/f verslun.

Hlíðarstræti 8 til sölu.

Húsið er 120 m2 og áfastur 23 m2 bílskúr sem er í dag herbergi og geymsla. Samtals 4 svefnherbergi. Einnig 6 m2 garðhús. Tilboð óskast. U. 8920854

Eldra efni
Menning og mannlíf | 25.11.2014 00:41:11
Menning og mannlíf | 20.11.2014 21:37:13
Menning og mannlíf | 19.11.2014 22:52:22
Menning og mannlíf | 19.11.2014 22:27:54
Menning og mannlíf | 19.11.2014 00:42:17
Menning og mannlíf | 13.11.2014 00:46:16
Menning og mannlíf | 6.11.2014 23:51:17
Menning og mannlíf | 6.11.2014 22:38:49
Menning og mannlíf | 29.10.2014 23:49:02
Menning og mannlíf | 10.10.2014 18:11:53
Menning og mannlíf | 26.9.2014 03:13:05
Menning og mannlíf | 25.9.2014 18:55:33
Menning og mannlíf | 22.9.2014 22:30:40
Menning og mannlíf | 18.9.2014 23:21:00
Menning og mannlíf | 16.9.2014 14:51:07
Menning og mannlíf | 30.8.2014 12:41:07
Næstu viðburðir
sunnudagur, 28. desember 2014
Jólaball Brautarinnar

Jólaball Brautarinnar Sunnudaginn 28. desember kl 14 verður jólaball í Grunnskólanum. Heyrst hefur að jólasveinar muni láta sjá sig! Frítt inn

miðvikudagur, 31. desember 2014
Aftansöngur í Hólskirkju

Á gamlársdag kl. 18.00 verður aftansöngur í Hólskirkju.

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Þakkir til Bolvíkinga
2.6.2014 12:52:39

Ég vil fyrir hönd okkar nýkjörinna bæjarfulltrúa og alls þess fólks sem skipaði D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra, þakka góðan stuðning við okkur í kosningunum á ...

Smelltu til að skoða Spennandi tímar framundan
30.5.2014 23:37:44

Góðir Bolvíkingar !

Nú í lok kjörtímabilsins vil ég þakka bæjarbúum gott samstarf.  Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og við höfum á síðustu ...

Myndbandið
Nýleg virkni