Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Þú þarft Flash plugin til að sjá þennan banner!
Menning og mannlíf | 22.7.2014 23:25:30 |

Nú líður að lokum ævintýra- og íþróttanámskeiði Benna Sig og Heilsubæjarins Bolungarvík. Að venju verður námskeiðinu lokað með hinni sívinsælu tjaldútilegu á lóð grunnskólans. Tjaldútilegan verður á fimmtudaginn kl 17:00 bakvið grunnskólann líkt og verða allir krakkar verða að gista með foreldri/forráðamanni. Námskeiðinu lýkur svo með grillveislu kl 12:00 á föstudaginn en að þessu sinni er grillveislan í boði Golfklúbbs Bolungarvíkur sem einnig hefur hjálpað mikið til við námskeiðið í sumar. Segja má að yfirfullt hafi verið á námskeiðið í sumar en Salóme Halldórsdóttir hefur haft veg og vanda af námskeiðinu í ár og einnig hefur Sif Huld Albertsdóttir verið henni innan handar auk krakka úr vinnuskóla Bolungarvíkurkaupstaðar.


Menning og mannlíf | 22.7.2014 22:21:43 |

Menningarráð Vestfjarða hefur nú lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2014 og stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða staðfest tillögu ráðsins um úthlutun. Að þessu sinni voru samtals 35,2 milljónir til úthlutunar til margvíslegra menningarverkefna og uppbyggingar víða um Vestfirði. Umsóknir voru fjölbreyttar og mörg verkefni afar áhugaverð. Menningarráð vill óska styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum.

 

Listi um framlög er birtur hér að neðan.

 

STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR:

 

Alls voru teknar fyrir 20 umsóknir í flokknum stofn- og rekstrarstyrkir. Fjárhagsáætlun þessara umsækjanda hljóðaði samtals upp á tæpar 121 milljón og beðið var um stuðning að upphæð tæpar 36 milljónir. Samþykkt var að veita 12 aðilum stofn- og ...


Menning og mannlíf | 11.7.2014 19:17:48 | Ragna

Vilmundur Jónsson landlæknir skráði niður kynstrin öll af sögum og sögnum úr samtíma sínum er varpa ljósi á lifnaðarhætti fólks í upphafi síðustu aldar. Börn Vilmundar tóku sögurnar saman og settu í bók og sá Þórhallur Vilmundarson um útgáfu bókarinnar.  " Með hug og orði" samansafn af blöðum Vilmundar Jónssonar, hefur m.a. að geyma sögu hússins sem nú stendur við Aðalstræti 16 í Bolungarvík.

 

Húseignin við Aðalstræti 16 var byggð árið 1909 að Látrum í Aðalvík. Þar bjuggu fyrst Sigurður Gíslason hreppstjóri og kona hans, en síðar bjuggu dóttir þeirra hjóna, Sigríður Þórunn og eiginmaður hennar Jóhann Einarsson kennari í húsinu.

 

Á þriðja hjúskaparári þeirra hjóna Jóhanns og Sigríðar Þórunnar þ.e ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Ótrúlegt úrval í Vélvirkjanum

Ótrúlegt úrval af vörum í verslun okkar að Aðalstræti 13-15. Verslunin er oft kölluð ótrúlega búðin. Vélvirkinn s/f verslun.

x64 tölvuþjónusta

Tölvuþjónustan x64 hefur opnað þjónustu sína á efstu hæð frystihússins í Bolungarvík. facebook.com/tolvurogtaekni

Sumarbústaður í Tunguskógi

Til sölu er ca.45 fm. sumarbústaður í Tunguskógi. Upplýsingar í síma 8976795 Palli

Eldra efni
Menning og mannlíf | 4.7.2014 00:51:55
Menning og mannlíf | 24.6.2014 23:17:23
Menning og mannlíf | 18.6.2014 15:30:22
Menning og mannlíf | 16.6.2014 22:51:28
Menning og mannlíf | 12.6.2014 15:47:21
Menning og mannlíf | 12.6.2014 15:42:35
Menning og mannlíf | 30.5.2014 15:00:00
Menning og mannlíf | 29.5.2014 20:15:08
Menning og mannlíf | 29.5.2014 13:15:45
Menning og mannlíf | 28.5.2014 21:53:57 | Ragna
Menning og mannlíf | 27.5.2014 15:33:37
Menning og mannlíf | 27.5.2014 15:22:22
Menning og mannlíf | 27.5.2014 11:29:18
Menning og mannlíf | 27.5.2014 11:27:23
Menning og mannlíf | 26.5.2014 11:32:34
Menning og mannlíf | 19.5.2014 11:25:18 | mbl.is
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vorfagnaður vinkvenna
Fimmtudaginn 15. maí héldu félagskonur í Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í Bolungarvík Vorfagnað vinkvenna. .

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Þakkir til Bolvíkinga
2.6.2014 12:52:39

Ég vil fyrir hönd okkar nýkjörinna bæjarfulltrúa og alls þess fólks sem skipaði D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra, þakka góðan stuðning við okkur í kosningunum á ...

Smelltu til að skoða Spennandi tímar framundan
30.5.2014 23:37:44

Góðir Bolvíkingar !

Nú í lok kjörtímabilsins vil ég þakka bæjarbúum gott samstarf.  Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og við höfum á síðustu ...

Myndbandið
Nýleg virkni