Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Munnmælasögur | 5.10.2009 | Kristján Jónsson
Bolvískar munnmælasögur nr. 58

Maður er nefndur Guðbjartur Flosason og er útgerðarmaður. Bjartur er þeim kostum búinn að hann lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Þessi eiginleiki á sér einnig sínar spaugilegu hliðar eins og þessi saga er glöggt vitni um. Fyrir nokkru síðan hélt sænska skjátan, Lisa Ekdal, tónleika í Bolungarvík og á einhverjum síðri stöðum. Margir af máttarstólpum bæjarins tóku þessum menningarviðburði fagnandi, eins og Eiríkur Lárusson rakari, Jón Steinar smiður frá Seljanesi og Bjartur. Röðuðu þeir sér framarlega í salinn en Bjartur fór hins vegar að ókyrrast strax í fyrsta lagi, sem honum fannst full rólegt. Eftir þrjú róleg lög og létt hjal söngkonunnar á milli lagana; stóð Bjartur á fætur, tók hatt sinn og staf og gekk á dyr. Lét hann í leiðinni þessi orð falla: ,,Neeeei. Hingað borgaði ég mig ekki inn til þess að hlusta á brandara á sænsku“ !!!

 


 

Sagnahefðin hefur í gegnum tíðina verið rík á meðal Víkara sem og annara Vestfirðinga. Kristján Jónsson hefur á undanförnum árum skrifað sögur á bloggsíðu sína sem hann hefur kallað Munnmælasögur. Víkari.is hefur nú fengið leyfi til þess að birta nokkrar af þessum sögum hér á síðunni en þær hafa allar birst áður á www.bolviskastalid.blogspot.com og eru merktar eins og þær heita á bloggsíðu Kristjáns. Vonandi hafa lesendur Víkara ánægju af þessu enda er þetta einungis til gamans gert. Lifi sagnahefðin!

Ef einhverjar athugasemdir vakna vegna þessa er hægt að senda Kristjáni póst á kris@vikari.is


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.