Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Viðtöl við Víkara | 7.2.2012 23:25:49 |
Gugga 75 ára

Guðbjörg Stefánsdóttir er fædd á Horni í Hornvík 7. febrúar 1937 og fagnar í dag 75 ára afmæli. Gugga var yngst fjögurra systkina, foreldrar hennar voru þau Jóhanna Dagbjört Hallvarðardóttir og Stefán Þorbjörnsson. Gugga eins og hún er oftast kölluð var gift pípulagningarmeistaranum Gunnari Leóssyni sem lést árið 1994. 
    Gugga hefur búið í Bolungarvík s.l. 52 ár og býr á Hlíðarstræti 15 í húsi sem Gunnar byggði árið 1963. Áður en þau fluttu í sitt eigið húsnæði bjuggu þau á loftinu hjá Binnu og Agga (Birna Hjaltalín Pálsdóttir og Vagn Margeir Hrólfsson). Gugga og Gunnar eignuðust fjögur börn en Gunnar átti eina dóttur fyrir. Fanný, dóttir Gunnars er elst af hópnum, síðan koma þau Hafþór, Jóhanna, Bæring og Elín. Gugga telur sig mjög ríka konu, þar sem barnabörnin eru orðin 13 og barnabarnabörnin eru 7. 
    Gugga starfaði lengi vel í frystihúsinu hér í Bolungarvík eftir að börnin voru orðin stálpuð. Lengi vel voru þau hjónin, Gugga og Gunnar með annan fótinn í Skálavík að byggja upp sumarhús og ferðaþjónustu. Í dag sjá synir Guggu, Hafþór og Bæring, um húsin í Skálavík. 

52 ár er langur tími og okkur langar að vita hver er stærsti munurinn á Bolungarvík í dag og þegar Gugga kom hingað fyrst? „Þegar ég kom þá var Bolungarvík í uppbyggingu og á nokkrum árum stækkaði hún úr smá sveit í kaupstað, því þá var um 1400 manns sem hérna bjó. Ný hús voru byggð, nýtt fólk fluttist hingað og mikið líf var í bænum. En í dag, því miður hefur fólkinu fækkað hratt og ekki eins mikil uppbygging og hefur hún staðið í stað.“

Gugga naut dagsins á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar og fékk góða gesti í heimsókn.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.