Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 27.1.2015 16:44:18 |

Fjórir einstaklingar eru tilnefndir til íþróttamanns ársins 2014 í Bolungarvík. Að þessu sinni hlýtur Bragi Björgmundssson tilnefningu fyrir hestaíþróttir, Jón Egill Guðmundsson fyrir skíðaíþróttir, Nikulás Jónsson fyrir knattspyrnu og Stefan Kristinn Sigurgeirsson fyrir sund.

 

Næstkomandi föstudag þann 30. janúar verður hóf til heiðurs íþróttamanni ársins 2014 í Bolungarvík haldið í Félagsheimili Bolungarvíkur. Þar verður íþróttamaður ársins útnefndru auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur og ástundun í íþróttum.

 

Allir bæjarbúar eru boðnir velkomnir á hófið sem hefst hefst kl. 17:00 og samfagna þeim sem hljóta viðurkenningar.


Íþróttir | 26.1.2015 23:24:06 |

Nú er Lífshlaupið að hefjast í áttunda sinn miðvikudaginn 4. febrúar nk. Boðið er upp á þátttöku í grunnskóla-, framhaldsskóla- eða fyrirtækjakeppni og einnig einstaklingskeppni.

Heilsubærinn Bolungarvík hvetur alla til að kynna sér Lífshlaupið þar sem þetta átak er tilvalið til að koma sér af stað í einhverja hreyfingu á nýju ári og njóta einn og sér eða með öðrum.

 

Nánari upplýsingar um skráningu og fleira er að finna á heimasíðu Lífshlaupsins.

 

Endilega deilið markmiðum og árangri ykkar hópa með okkur og hver veit nema einhver verðlaun verði veitt fyrir besta árangurinn í Bolungarvík .
 

Lífshlaupskveðja,
Heilsubærinn


Íþróttir | 29.12.2014 23:52:04 |

Á hverju ári heldur Taflfélag Reykjavíkur fjölskyldujólaskákmót þar sem keppt er í tveggja manna liðum sem skipuð eru annars vegar félagsmönnum, þ.e. krökkum, og hinsvegar öðrum aðila úr fjölskyldunni sem má vera foreldri, systkini eða annar ættingi.

 

Fyrr í desember fór fjölskyldujólaskákmót þessa árs fram og tóku hvorki alls 32 lið þátt en tefldar voru 5 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Skemmst er frá því að segja að bolvískir skákmenn tefldu til sigurs í mótinu en tvö lið urðu efst og jöfn með 8 vinninga en bæði liðin voru rammbolvísk og auk þess sem allir fjórir keppendurnir eru náskyldir.

 

Þetta voru liðin "Kóngarnir" sem skipað var bræðrunum Birni Hólm og Bárði Erni Birkissonum en faðir þeirra er Birkir Bárðarson, sonur Bárðar Guðmundssonar ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Íþróttir | 31.10.2014 18:00:02
Íþróttir | 10.10.2014 11:01:38
Íþróttir | 8.10.2014 08:04:26
Íþróttir | 26.9.2014 13:10:34
Íþróttir | 3.9.2014 23:21:20
Íþróttir | 25.7.2014 13:29:54
Íþróttir | 22.7.2014 11:04:40
Íþróttir | 7.6.2014 15:00:00
Íþróttir | 7.6.2014 10:59:48
Íþróttir | 24.5.2014 08:49:02
Íþróttir | 11.4.2014 00:01:46
Íþróttir | 19.3.2014 05:17:48
Íþróttir | 19.2.2014 18:35:24
Íþróttir | 19.1.2014 21:00:49
Íþróttir | 17.1.2014 11:52:32
Íþróttir | 3.1.2014 20:38:22
Næstu viðburðir
föstudagur, 30. janúar 2015
Spilavist í Einarshúsi

Þriðja kvöldið í þriggja kvölda keppninni. Byrjar klukkan 21.

laugardagur, 31. janúar 2015
Þorrablót Bolvíkingafélagsins 2015

Þorrablót Bolvíkingafélagsins verður haldið laugardaginn 31. janúar á Grand hóteli í Reykjavík. Húsið opnar kl. 19 en borðhald hefst stundvíslega kl. 20. „Happy hour“ verður á Grand hóteli kl. 17-19. Eftir borðhald mun hljómsveitin Húsið á Sléttunni leika fyrir dansi til kl. 02:00. Veislustjórar: Guðfinnur Einarsson og Trausti Salvar Kristjánsson. Ræðumaður: Una Guðrún Einarsdóttir. Miðaverð: Matur og ball kr. 8.500/7.500 fyrir félaga í Bolvíkingafélaginu. Ballið eingöngu: kr. 2.000. Grand hótel býður tilboð á gistingu fyrir þorrablótsgesti, nóttin á 15.500 með morgunverði. Miðapantanir: 848-2636 Halldóra Víðisdóttir 848-3422 Silja Runólfsdóttir bolvikingar@gmail.com

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Smelltu til að skoða Bæjarráð viðurkennir 45% launahækkun
21.1.2015 11:43:36

Bæjarráð Bolungavíkur hefur loksins séð ástæðu til þess að segja frá ríflegri kauphækkun til bæjarfulltrúa sem bæjarstjórnin samþykkti  17. desember á ...

Myndbandið
Nýleg virkni