Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 18.6.2015 11:18:43 |

Þorsteinn Goði Einarsson mun keppa fyrir Íslands hönd í borðtennis á Norræna barna- og unglingamótinu sem fram fer í Færeyjum dagana 2.-7. júlí næstkomandi í þorpinu Tóftir. Mótið á sér langa sögu þar sem fötluð börn og ungmenni koma saman og keppa í íþróttum og kynnast kollegum sínum á Norðurlöndunum. Þorsteinn Goði er Bolvíkingur í húð og hár en foreldrar hans eru Einar Guðmundsson og Jenný Hólmsteinsdóttir.
 
Auk þess að keppa í íþróttum verður margvíslegt fyrir stafni eins og t.d. kynningar á fjölmörgum íþróttagreinum, skoðunarferðir um Færeyjar og fleira.
 

Víkari óskar Þorsteini Goða góðs gengis á mótinu.


Íþróttir | 30.5.2015 20:39:10 |

Knattspyrnulið BÍ/Bolungarvíkur vann langþráðan 2-1 sigur  á HK í 1. deildinni á Torfnesvelli í dag. Bolvíkingurinn efnilegi, Pétur Bjarnason, átti frábæran dag í sínum fyrsta leik í byrjunarliði BÍ/Bolungarvíkur í sumar, en Pétur skoraði fyrra mark heimamanna og lagði upp sigurmarkið á lokamínútum leiksins. Í umsögn Fótbolti.net um leikinn kemur fram að Pétur hafi verið besti maður vallarins í dag, hann hafi átt frábæran leik og verið mjög duglegur inná miðjunni auk þess að hafa skorað fyrra markið og átt stóran þátt í því seinna. Með sigrinum í dag lyfti BÍ/Bolungarvík sér af botni 1. deildar og er liðið nú í 10. sæti deildarinnar með 3 stig úr 4 leikjum.


Íþróttir | 10.5.2015 11:51:09 |

Á dögunum varð Oddfreyr Ágúst Atlason úr Bolungarvík þess heiðurs aðnjótandi að vera tilnefndur af KFÍ og þjálfara sínum til þátttöku í Úrvalsbúðum KKÍ 2015 en einnig hlutu tveir ísfirskir drengir tilnefningu til þátttöku í búðunum. Oddfreyr Ágúst er efnilegur körfuknattleiksmaður sem hefur lagt hart að sér við æfingar og er nú farinn að uppskera rækilega og er kominn í hóp með þeim bestu á sínum aldri. Oddfreyr Atli er sonur Margrétar Jómundsdóttur, veðurathugunarkonu og bæjarfulltrúa, en fósturfaðir hans er Guðmundur Bjarni Jónsson.

 

Þess má geta að Úrvalsbúðir KKÍ eru undanfari yngri landsliða Íslands þ.s unglingalandsliðsþjálfarar ásamt gestaþjálfurum stjórna æfingum og fara yfir ýmis tækniatriði. Í sumar eru æfingabúðirnar ætlaðar fyrir drengi ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Vantar þig iðnaðarmann ?

Tek að allskonar verk tengd smíðavinnu Húsasmíði-sólpallasmíði-viðgerðir og fl. Finnbogi Bjarnason Húsasmiður Gsm.8639934

Eldra efni
Íþróttir | 6.3.2015 19:13:09
Íþróttir | 31.1.2015 11:42:27
Íþróttir | 27.1.2015 16:44:18
Íþróttir | 26.1.2015 23:24:06
Íþróttir | 29.12.2014 23:52:04
Íþróttir | 31.10.2014 18:00:02
Íþróttir | 10.10.2014 11:01:38
Íþróttir | 8.10.2014 08:04:26
Íþróttir | 26.9.2014 13:10:34
Íþróttir | 3.9.2014 23:21:20
Íþróttir | 25.7.2014 13:29:54
Íþróttir | 22.7.2014 11:04:40
Íþróttir | 7.6.2014 15:00:00
Íþróttir | 7.6.2014 10:59:48
Íþróttir | 24.5.2014 08:49:02
Íþróttir | 11.4.2014 00:01:46
Næstu viðburðir
laugardagur, 4. júlí 2015
Kvöldverður með dinnertónlist í Einarshúsi

Bjarni Kristinn og Bryndís Elsa Guðjónsbörn leika undir borðhaldi.

Matseðill:

Forréttur:  Sjávarréttasúpa með blönduðu sávarfangi borin fram með  heimabökuðu brauði

Aðalréttur: Lambaprime með steiktu grænmeti , bakaðri kartöflu og rauðvínsgljáa.

Eftirréttur: Örnu skyr með hvítu súkkulaði og önfirskum bláberjum.

Borðapantanir í síma. 456-7901. Kvöldverður hefst kl. 20:00.

Verð: 5200,- 

laugardagur, 25. júlí 2015
Kvöldverður með dinnertónlist í Einarshúsi

 Anna Þuríður og Aron Guðmundsson leika undir borðhaldi.

Þriggja rétta matseðill, nánar auglýst síðar. 

 

 

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Gull í mund
30.4.2015 16:03:57

Bæjarráð Bolungarvíkur ákvað á fundi sínum í gær að auka opnun Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar og verður framvegis opið frá kl. 06:15 á morgnana virka ...

Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Myndbandið
Nýleg virkni