Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Þú þarft Flash plugin til að sjá þennan banner!
Íþróttir | 3.9.2014 23:21:20 |

Mánudaginn 8. september byrjar nýtt þrek- og heilsuræktarnámskeið í íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík og verður íþróttakennarinn og einkaþjálfarinn Árni Heiðar Ívarsson leiðbeinandi á námskeiðinu. Að þessu sinni verður æft 3 sinnum í viku (mánudaga - miðvikudaga - föstudaga) í 8 vikur og verður fyrsti tíminn eins og áður segir mánudaginn 8. september kl. 18. Námskeiðið kostar kr. 10.000 en allar frekari upplýsingar og skráning er hjá Árna í síma 895 9241.


Íþróttir | 25.7.2014 13:29:54 |

Bolvískir kylfingar hafa í nógu að snúast yfir helgina þar sem tvö stærstu golfmót ársins verða haldin á Syðridalsvelli. Um er að ræða opna Jakobs Valgeirs mótið sem haldið er á laugardegi og opna Blakkness mótið sem haldið er á sunnudagi. Bæði mótin eru partur af vestfirsku Sjávarútvegsmótaröðinni sem er einkar vinsæl hjá vestfirskum kylfingum. Búist er við að upp undir 100 kylfingar taki þátt í hvoru móti fyrir sig og má búast við góðu skori og miklum tilþrifum á golfvellinum um helgina.

 

Hægt er að skrá sig í bæði golfmótin á heimasíðu Golfklúbbs Bolungarvíkur.


Íþróttir | 22.7.2014 11:04:40 |

Hið árlega golfmót Endurskoðunar Vestfjarða fór fram í góðu veðri á Syðridalsvelli í Bolungarvík sunnudaginn 20. júlí sl. Alls mættu 29 keppendur til leiks og léku 18 holur í höggleik og punktakeppni. Ernir Steinn Arnarsson úr Golfklúbbi Bolungarvíkur sigraði í karlaflokki en hann lék á 70 höggum eða einu höggi undir pari vallarins. Bjarney Guðmundsdóttir úr Golfklúbbi Ísafjarðar varð hlutskörpust í kvennaflokki á 92 höggum og Kjartan Óli Kristinsson GÍ sigraði í unglingaflokki á 85 höggum.

 

Heildarúrslit golfmóts Endurskoðunar Vestfjarða urðu þessi:

 

Karlaflokkur:

1. sæti Ernir Steinn Arnarson GBO á einu undir pari vallarins, 70 höggum (40 punktar)

2. sæti Chatchai Phothiya GBO á 75 höggum (33 punktar)

3. sæti Runólfur Kristinn Pétursson GBO á 75 höggum (37 ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Ótrúlegt úrval í Vélvirkjanum

Ótrúlegt úrval af vörum í verslun okkar að Aðalstræti 13-15. Verslunin er oft kölluð ótrúlega búðin. Vélvirkinn s/f verslun.

x64 tölvuþjónusta

Tölvuþjónustan x64 hefur opnað þjónustu sína á efstu hæð frystihússins í Bolungarvík. facebook.com/tolvurogtaekni

Sumarbústaður í Tunguskógi

Til sölu er ca.45 fm. sumarbústaður í Tunguskógi. Upplýsingar í síma 8976795 Palli

Eldra efni
Íþróttir | 7.6.2014 15:00:00
Íþróttir | 7.6.2014 10:59:48
Íþróttir | 24.5.2014 08:49:02
Íþróttir | 11.4.2014 00:01:46
Íþróttir | 19.3.2014 05:17:48
Íþróttir | 19.2.2014 18:35:24
Íþróttir | 19.1.2014 21:00:49
Íþróttir | 17.1.2014 11:52:32
Íþróttir | 3.1.2014 20:38:22
Íþróttir | 18.11.2013 21:37:12
Íþróttir | 15.11.2013 11:23:09
Íþróttir | 12.10.2013 18:28:43
Íþróttir | 6.10.2013 20:42:09
Íþróttir | 27.8.2013 12:29:27
Íþróttir | 20.8.2013 22:25:07
Íþróttir | 12.8.2013 22:41:11
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vorfagnaður vinkvenna
Fimmtudaginn 15. maí héldu félagskonur í Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í Bolungarvík Vorfagnað vinkvenna. .

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Þakkir til Bolvíkinga
2.6.2014 12:52:39

Ég vil fyrir hönd okkar nýkjörinna bæjarfulltrúa og alls þess fólks sem skipaði D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra, þakka góðan stuðning við okkur í kosningunum á ...

Smelltu til að skoða Spennandi tímar framundan
30.5.2014 23:37:44

Góðir Bolvíkingar !

Nú í lok kjörtímabilsins vil ég þakka bæjarbúum gott samstarf.  Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og við höfum á síðustu ...

Myndbandið
Nýleg virkni