Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 18.5.2006 | bb.is
Bí og knattspyrnudeild UMFB sameinast
Knattspyrnufélagið Boltafélag Ísafjarðar og knattspyrnudeild Ungmennafélags Bolungarvíkur hafa sameinast og tefla nú fram meistaraflokkum hjá bæði konum og körlum. Fyrsti leikur hins sameinaða meistaraflokks karla BÍ/Bolungarvíkur keppir gegn Hvíta riddaranum í VISA-bikarnum á Torfnesvelli kl. 14:15 á laugardag. Hvíti riddarinn er eitt þeirra liða sem spáð er efstu sætunum í bikarnum og því má búast við spennandi leik. Þá mun meistaraflokkur kvenna leika gegn Fjölni í fyrstu deild kvenna einnig á Torfnesi og hefst sá leikur kl. 12 á laugardag. Þess má geta að ekki hefur verið meistaraflokkur kvenna á Vestfjörðum í sex ár. Frétt tekin af bb.is
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.