Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 8.11.2004 | Baldur Smári Einarsson
UMFB tapaði fyrir b-liði Fúsíjama
Bolvíkingar spiluðu við b-lið Fúsíjama í 2. deild Íslandsmótsins í körfuknattleik í gær. Leikurinn fór fram í íþróttamiðstöðinni Árbæ og lauk honum með sigri Fúsíjama sem skoruðu 70 stig gegn 63 stigum Bolvíkinga. Lið Fúsíjama náði mest 17 stiga forustu í byrjun fjórða leikhluta en með mikilli baráttu minnkuðu Bolvíkingar muninn niður í 3 stig, 61-64, en það dugði þó ekki til því liðsmenn Fúsíjama skoruðu þá 9 stig í röð og gerðu út um leikinn. Sigurvin Guðmundsson var yfirburðarmaður í liði UMFB og skoraði 31 stig og er það hæsta skor leikmanns í Vestfjarðariðlinum á þessu tímabili, Ingólfur Hallgrímsson kom næstur með 10 stig. Haraldur Jóhannesson var stigahæstur í liði Fúsíjama með 25 stig en Sverrir Örn Rafnsson skoraði 18 stig. Halldór Gunnar Pálsson, leikmaður Fúsíjama var svo frákastahæstur með 17 fráköst.
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.