

Staða yfirsundþjálfara hjá sunddeild UMFB Bolungarvík er laus haustið 2017. Sunddeild UMFB hefur verið vaxandi síðustu ár og eru þar núna rúmlega 50 iðkendur. Þá er sundlaugin í Bolungarvík er með betri sundlaugum á norðanverðum Vestfjörðum.
Þjálfun er í 5 hópum en með möguleika á að hafa 4 hópa:
UMFB 5 er 1. bekkur
UMFB 4 er 2. og 3. bekkur
UMFB 3 er 4. bekkur
UMFB 2 er 5. og 6. bekkur
UMFB 1 er 7. bekkur og eldri
Í samstarfi við stjórn skipuleggur þjálfari sundmót, æfingaferðir og skemmtikvöld.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjálfun/ menntun á sviði íþróttafræða.
Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með samskipti við börn og unglinga og vera góð fyrirmynd.
Allar frekari upplýsingar má nálgast með því að hafa samband við Guðlaugu í s: 865-0101 eða senda tölvupóst á sundumfb@gmail.com
