Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Tilkynningar | 27.1.2015 00:21:25 |

Kvennadeild slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungavík fagnar fimmtíu ára afmæli nú 31. janúar n.k.

Deildin var stofnuð 31. janúar 1965 og var fyrsti formaður hennar Ásgerður Hauksdóttir.

 

Deildin hefur starfað óslitið síðan og sinnt hinum ýmsu málefnum slysavarna. Sérstaklega hefur hún látið sig varða slysavarnir við Bolungarvíkurhöfn svo og við Sundlaug Bolungarvíkur. Til þess að sinna þessum málefnum hefur deildin staðið að ýmsum fjáröflunum og ber þar hæst aðkomu að hátíðadegi sjómanna.

 

Deildin er afar þakklát öllum þeim fjölmörgu sem hafa styrkt hana í gegnum tíðina og ætlar í tilefni afmælisins að bjóða upp á kaffi og samveru í húsi félagsins á afmælisdaginn frá kl. 14:00-17:00.


Tilkynningar | 22.1.2015 17:58:24 |

Fræðslumála- og æskulýðsráð óskar eftir tilnefningum til íþróttamanns ársins 2014 í Bolungarvík. Tilnefningum skal skila á bæjarskrifstofu fyrir kl. 16:00 mánudaginn 26. janúar 2015.

 

Hóf til heiðurs íþróttafólki og útnefning íþróttamanns ársins verður haldið föstudaginn 30. janúar 2015 kl. 1700.

 

Fræðslumála- og æskulýðsráð 


Tilkynningar | 20.1.2015 12:59:36 |

Fundur verður haldinn í Lionsklúbbi Bolungarvíkur nk. miðvikudag, 21. janúar kl. 18.30 í Einarshúsi. Gestur fundarins verður Sölvi Sólbergsson, hjá Orkubúi Vestfjarða, sem fjalla mun um rafmagnsbíla í nútíð og framtíð. Allt áhugafólk um rafmagnsbíla er velkomið á fund Lionsklúbbsins.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Tilkynningar | 16.1.2015 12:37:29
Tilkynningar | 6.1.2015 15:03:58
Tilkynningar | 30.12.2014 17:41:11
Tilkynningar | 27.12.2014 18:06:12
Tilkynningar | 23.12.2014 14:52:42
Tilkynningar | 22.12.2014 01:13:05
Tilkynningar | 17.12.2014 21:58:41
Tilkynningar | 17.12.2014 21:54:19
Tilkynningar | 17.12.2014 16:21:35
Tilkynningar | 10.12.2014 14:16:37
Tilkynningar | 10.12.2014 07:11:46
Tilkynningar | 9.12.2014 01:00:52
Tilkynningar | 6.12.2014 01:52:09
Tilkynningar | 3.12.2014 15:36:44
Tilkynningar | 3.12.2014 00:36:41
Tilkynningar | 28.11.2014 14:33:22
Næstu viðburðir
Í dag föstudagur, 30. janúar 2015
Spilavist í Einarshúsi

Þriðja kvöldið í þriggja kvölda keppninni. Byrjar klukkan 21.

laugardagur, 31. janúar 2015
Þorrablót Bolvíkingafélagsins 2015

Þorrablót Bolvíkingafélagsins verður haldið laugardaginn 31. janúar á Grand hóteli í Reykjavík. Húsið opnar kl. 19 en borðhald hefst stundvíslega kl. 20. „Happy hour“ verður á Grand hóteli kl. 17-19. Eftir borðhald mun hljómsveitin Húsið á Sléttunni leika fyrir dansi til kl. 02:00. Veislustjórar: Guðfinnur Einarsson og Trausti Salvar Kristjánsson. Ræðumaður: Una Guðrún Einarsdóttir. Miðaverð: Matur og ball kr. 8.500/7.500 fyrir félaga í Bolvíkingafélaginu. Ballið eingöngu: kr. 2.000. Grand hótel býður tilboð á gistingu fyrir þorrablótsgesti, nóttin á 15.500 með morgunverði. Miðapantanir: 848-2636 Halldóra Víðisdóttir 848-3422 Silja Runólfsdóttir bolvikingar@gmail.com

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Smelltu til að skoða Bæjarráð viðurkennir 45% launahækkun
21.1.2015 11:43:36

Bæjarráð Bolungavíkur hefur loksins séð ástæðu til þess að segja frá ríflegri kauphækkun til bæjarfulltrúa sem bæjarstjórnin samþykkti  17. desember á ...

Myndbandið
Nýleg virkni