Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Þú þarft Flash plugin til að sjá þennan banner!
Tilkynningar | 15.10.2014 20:41:02 |

Á laugardaginn 18. október n.k. milli kl 15 og 17 verðu haldin kveðjusamkoma fyrir Soffíu Vagnsdóttur, en hún er nú á förum til Akureyrar og hefur verið ráðin fræðslustjóri þar.

 

Soffía er innfæddur Bolvíkingur og hefur látið margt til sín taka í bolvísku samfélagi og vílar ekki fyrir sér að rugga bátnum ef henni sýnist svo. Soffía hefur undanfarin ár stýrt Grunnskólanum í Bolungarvík, þó er hún sennilega þekktust sem gleðigjafi umvafin söng og tónlist. Flestir íslenskir leikskólar hafa notið góðs af bók hennar Trommur og töfrateppi og hver kann ekki lagið „Hreyfa litla fingur“

 

Soffía er þekkt fyrir það að mega ekkert aumt sjá og láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi, enda getin, fædd  og alin upp af heiðurshjónunum Birnu Hjaltalín Pálsdóttur og Vagni Margeir Hrólfssyni. En þau ...


Tilkynningar | 14.10.2014 22:06:50 |

Forstöðumann vantar fyrir Félagsmiðstöðina Tópas í 50% starfshlutfall.  Félagsmiðstöðin verður í vetur starfrækt á neðstu hæð Grunnskóla Bolungarvíkur.

 

Forstöðumaður þarf að hafa brennandi áhuga á að vinna með unglingum og börnum og vera reiðubúinn að leggja sig fram um að vinna að öflugu félagsstarfi í samvinnu við unglingana.  Leitað er að traustum, reglusömum, skipulögðum og hugmyndaríkum einstaklingi sem á gott með mannleg samskipti, til að leiða starfið og vera til staðar á opnunartíma Félagsmiðstöðvarinnir.  Til greina kemur að forstöðumaður fái aðra einstaklinga til að sinna viðveru í Félagsmiðstöðinni að hluta til.

 

Helstu verkefni forstöðumanns
     • Skipulag á starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar – opnunartíma, viðburðum ofl.


Tilkynningar | 14.10.2014 21:52:20 |

Vegna aukningar á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar í Bolungarvík í vetur er nú auglýst eftir tveimur starfsmönnum. Um er að ræða 65% starf í baðvörslu karla og 50 %  starf í baðvörslu kvenna. Starfið felur í sér öryggisgæslu, afgreiðslu og tilfallandi viðhalds og ræstistörf. Viðkomandi þarf að hafa ná 18 ára aldri og geta staðist sundpróf laugarvarða samkvæmt  reglum þar um. Fræðsla í skyndihjálp og öryggisreglum íþróttamiðstöðvarinnar fer fram við upphaf starfs.

Æskilegir eiginleikar:
     • Rík ábyrgðartilfinning og áreiðanleiki
     • Hæfni í mannlegum samskiptum.
     • Snyrtimennska og dugnaður til að fylgja henni eftir
     • Skipulagshæfileikar og festa.

 

Ráðið verður í ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Ótrúlegt úrval í Vélvirkjanum

Ótrúlegt úrval af vörum í verslun okkar að Aðalstræti 13-15. Verslunin er oft kölluð ótrúlega búðin. Vélvirkinn s/f verslun.

Hlíðarstræti 8 til sölu.

Húsið er 120 m2 og áfastur 23 m2 bílskúr sem er í dag herbergi og geymsla. Samtals 4 svefnherbergi. Einnig 6 m2 garðhús. Tilboð óskast. U. 8920854

Eldra efni
Tilkynningar | 14.10.2014 21:45:19
Tilkynningar | 14.10.2014 21:41:22
Tilkynningar | 2.10.2014 21:33:44
Tilkynningar | 15.9.2014 16:24:11
Tilkynningar | 7.9.2014 12:41:09
Tilkynningar | 3.9.2014 00:21:43
Tilkynningar | 27.8.2014 17:10:45
Tilkynningar | 14.8.2014 16:15:51
Tilkynningar | 23.7.2014 22:46:09 | bolungarvik.is
Tilkynningar | 22.7.2014 23:17:04 | bolungarvik.is
Tilkynningar | 17.7.2014 10:06:37
Tilkynningar | 14.7.2014 09:24:33
Tilkynningar | 11.7.2014 22:32:28
Tilkynningar | 11.7.2014 22:29:29
Tilkynningar | 7.7.2014 15:25:43
Tilkynningar | 4.7.2014 12:16:35
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Þakkir til Bolvíkinga
2.6.2014 12:52:39

Ég vil fyrir hönd okkar nýkjörinna bæjarfulltrúa og alls þess fólks sem skipaði D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra, þakka góðan stuðning við okkur í kosningunum á ...

Smelltu til að skoða Spennandi tímar framundan
30.5.2014 23:37:44

Góðir Bolvíkingar !

Nú í lok kjörtímabilsins vil ég þakka bæjarbúum gott samstarf.  Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og við höfum á síðustu ...

Myndbandið
Nýleg virkni