Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Myndbönd
27.2.2019 04:21:13
Eden - Trailer
Trailer/stilka úr bolvísku kvikmyndinni Eden sem frumsýnd verður 9. maí 2019. Snævar Sölvi Sölvason er leikstjóri og höfundur myndarinnar og Hansel Eagle (Ævar Örn Jóhannsson) fer með annað aðalhlutverkanna.
30.1.2018 07:29:02
Between Mountains - Into The Dark
Tónlistarmyndband við lagið Into The Dark með vestfirsku hljómsveitinni Between Mountains. Myndbandið er meðal annars tekið upp í Bolungarvík og fara nokkrir Bolvíkingar með aukahlutverk í myndbandinu.
30.12.2014 18:44:12
Bolungarvík á 20 mínútum
í tilefni af 40 ára afmæli kaupstaðarins árið 2014, lét bæjarstjórn gera stutta kynningarmynd um kaupstaðinn. Myndin grípur niður í sögu kaupstaðarins frá landnámi til ársins 1974 þegar Bolungarvík hlaut kaupstaðarréttindi. Myndin var forsýnd í Félagsheimili Bolungarvíkur þ. 28. desember fyrir fullu húsi við góðar undirtektir áhorfenda, en var svo sýnd í fyrsta sinn í sjónvarpi, á RÚV, daginn eftir. Myndin var unnin af unnin af Kvikmyndafélaginu Glámu í samstarfi við Ómar Smára Kristinsson myndlistarmann.
24.6.2014 16:51:01
Sól og sumar í Bolungarvík
Fjölnir Baldursson heimsótti Bolungarvík einn sólríkan sumardag í júní 2014 og tók þar upp þetta skemmtilega myndskeið sem sýnir Víkina fögru í allri sinni dýrð.
28.3.2014 04:40:05
Oliver Rähni í Hörpunni
Oliver Rähni hélt uppi nafni Tónlistarskóla Bolungarvíkur á lokahátíð Nótunnar sem fór fram í Eldborgarsalnum í Hörpu 23. mars 2014. Hinn 11 ára gamli pianoleikari spilaði "Til Elísu" eftir L. van Beethoven og þótti flutningur hans vera einstaklega góður og fallegur.
10.6.2013 16:40:08
The art is in our hands - GB (Comenius)
Framlag Grunnskóla Bolungarvíkur í myndbandasamkeppni Comeniusar 2013.
9.2.2013 07:58:07
Guð hjálpar fólki
Lagið "Guð hjálpar fólki" í flutningi Kristíngar Helgu Hagbarðsdóttur og Eyglóar Ingu Baldursdóttur. Sigurlag SAM-VEST árið 2013 og því fulltrúar Vestfirðinga í söngkeppni SAMFÉS í ár. Undirleikarar eru Amel Rós Magnúsdóttir á hristur, Anna Margrét Hafþórsdóttir á trommur og Hugrún Embla Sigmundsdóttir á piano.
26.1.2013 06:56:12
Útsýnisflug við Ós
Gústaf Gústafsson tók Munann í útsýnisflug við Ós 25. janúar 2013. Muninn er fjarstýrður fjölhreyfla myndavélapallur sem tekið getur magnaðar útsýnismyndir eins og sjá má í þessu myndbandi.
11.1.2013 18:06:06
Flugeldasýning á þrettándanum í Bolungarvík
Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Ernis er ætíð rúsínan í pylsuendanum á álfadansinum/þrettándagleðinni í Bolungarvík. Fimm mínútur af góðum sprengingum og litadýrð fyrir ofan Hreggnasavöll 6. janúar 2013.
6.1.2013 17:22:46
Álfadans á þrettándanum
Jólin voru kvödd með þrettándagleði á Hreggnasavelli í Bolungarvík 6. janúar 2013. Myndbandið sýnir brot af álfadansinum sem stiginn var undir söng Kirkjukórs Bolungarvíkur.
17.12.2012 15:13:13
Benni Sig - Ó, helga nótt
Benni Sig flytur hér lagið "Ó helga nótt" á meðan fallegar bolvískar myndir flæða um bakgrunninn. Það var Hrólfur Vagnsson sem sá um upptökustjórn og útsetningu en Róbert Daníel Jónsson setti myndbandið saman. Ljósmyndirnar koma frá Ágústi Svavari Hrólfssyni og Baldri Smára Einarssyni.
17.12.2012 15:07:44
Nemendur GB: Dagur gegn einelti (nr. 3)
Unglingastigið í Grunnskóla Bolungarvíkur gerði þetta myndband í tilefni af Degi gegn einelti 8. nóvember 2012. Myndbandið er kallað "Ég stend upp"
11.11.2012 14:57:44
Nemendur GB: Dagur gegn einelti (nr. 2)
Unglingastigið í Grunnskóla Bolungarvíkur gerði þetta myndband í tilefni af Degi gegn einelti 8. nóvember 2012. Myndbandið er video-cover af laginu "Stattu upp"
9.11.2012 16:21:38
Nemendur GB: Dagur gegn einelti (nr. 1)
Unglingastigið í Grunnskóla Bolungarvíkur gerði myndband í tilefni af Degi gegn einelti 8. nóvember 2012. Myndbandið er video-cover af laginu "Are You Happy Now"
10.9.2012 16:47:03
Ásta Björk og Magnús Már hjá Hemma Gunn
Árið 1992 komu þau Ásta Björk Jökulsdóttir og Magnús Már Einarsson (þá 9 ára gömul) fram í þættinum "Á tali hjá Hemma Gunn" og fluttu lagið "Þar sem allt má". Lag og texti er eftir systkinin Soffíu og Hrólf Vagnsbörn.
20.8.2012 09:14:36
Sælkerinn Guðfinnur Einarsson
Sælkerinn Guðfinnur Einarsson með matreiðslumyndband þar sem hann sýnir hvernig baka skal alvöru flatböku.
10.6.2012 17:15:45
Hrólfur og Pálmi: Gömul skip
Bolvíkingarnir Hrólfur Vagnsson og Pálmi Gestsson hafa gefið út geisladisk með lestri ljóða Þorsteins frá Hamri. Diskurinn sem heitir "Gömul skip" hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda sem segja flutning Pálma m.a. vera "meistaralegan, næman og þrunginn tilfinningu fyrir orðum skáldsins".
1.6.2012 16:38:08
Einar Örn Konráðsson - Mugison, Íslands eina von?
Lagið "Mugison, Íslands eina von?" með Einari Erni Konráðssyni. Einar Örn samdi bæði lag og texti en lagið var tekið upp í Studíó Paradís vorið 2012 og sá Jóhann Ásmundsson um uppstökustjórn. Myndbandið tók Eiríkur Þór Hafdal.
19.2.2012 15:48:38
Agnes M. Sigurðardóttir - viðtal
Viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur biskupsframbjóðanda, sóknarprest í Bolungarvík og prófast á Vestfjörðum.
5.2.2012 15:41:23
Slay Masters - Trailer
Bolvíska kvikmyndin "Slay Masters" verður væntanlega frumsýnd á páskunum. Myndin fjallar um slægingarteymi í Bolungarvík sem fengið er til að leysa af daginn fyrir sjómanndag. Leikstjóri myndarinnar og höfundur handrits er Snævar Sölvi Sölvason.
16.1.2012 16:15:01
Simbi og Hrútspungarnir - Hey
Lagið „Hey“ í flutningi Simba og Hrútspunganna tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins 21. janúar 2012. Lag og texti er eftir Magnús Kristján Hávarðarson.
31.12.2011 09:48:19
Ungmenni á Vestfjörðum - 1. þáttur
1. þáttur af "Ungmennum á Vestfjörðum" en þættirnir fjalla um eins og nafnið gefur til kynna Ungmenni á Vestfjörðum. Í fyrsta þættinum er fjallað um Klysju sem er hljómsveit sem á sér bjarta framtíð, einnig er aðeins litið inn í Busun Menntaskólans á Ísafirði og árlega viðburðinn Ruddaboltann. Það er svo líka nokkrir sketchar frá Tron Media og lag sem að þeir unnu í samstarfi við nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði.
12.12.2011 08:32:42
Hjálmar Friðbergsson - Jólaský
Hjálmar Friðbergsson flytur eigið lag sem heitir Jólaský og var framlag Actavis í jólalagakeppni "Geðveik jól 2011"
6.12.2011 17:23:08
Karl Hallgrímsson ásamt hljómsveit - Nett spor
Upptaka frá tónleikum Kalla Hallgríms ásamt hljómsveit í Félagsheimili Bolungarvíkur 4. desember 2011. Lagið heitir "Nett spor". Höfundur: Listavélin / Fjölnir Baldursson / Perla Sigurðardóttir
27.10.2011 22:11:18
130 ára afmæli skólahalds í Bolungarvík
Upptaka frá söng nemenda í 1. - 4. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur. Söngurinn var hluti af hátíðardagskrá í tilefni af 130 ára afmæli skólahalds í Bolungarvík en haldið var upp á tímamótin 26. október 2011. Höfundur: Baldur Smári Einarsson
14.9.2011 22:58:02
Sparisjóðsmót UMFB 2011
Myndband frá Sparisjóðsmóti UMFB í fótbolta árið 2011. Höfundur: Fjölnir Már Baldursson
2.8.2011 22:42:55
Rúntur til Bolungarvíkur
Rúntur til Bolungarvíkur. Myndband frá Fjölni Baldurssyni sem sýnir bílferð frá Ísafirði til Bolungarvíkur við undirleik hljómsveitarinnar Sigurrós (Hoppípolla).
24.7.2011 22:06:44
Stuðningsmannalag BÍ/Bolungarvíkur
Stuðningsmannalag BÍ/Bolungarvíkur. Lagið er eftir Birgi Örn Sigurjónsson (Biggi Bix) og textinn er eftir Benedikt Sigurðsson. Benni Sig og Helga Margrét Marzellíusardóttir syngja lagið en lið BÍ/Bolungarvíkur trallar undir. Myndbandið gerði Fjölnir Baldursson.
12.7.2011 23:57:39
Bjarnabúð
Bjarnabúð í Bolungarvík er ein elsta starfandi verslun á Vestfjörðum og var stofnuð árið 1927 og hefur verið opin óslitið síðan. Höfundur: Fjölnir Már Baldursson
1.7.2011 21:51:47
Sólarlag frá Óshólum
Anders Peter Photography
1.7.2011 21:41:41
Vígsla Bolungarvíkurganga 2010
Smábrot frá hátíðarhöldunum við opnun jarðgangana til Bolungarvíkur. Höfundur: Fjölnir Már Baldursson.
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.