Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 3.2.2009 | Ragna
Þeir fiska sem róa

Hagbarður Marinósson þykir einkar fiskinn alla jafna en keyrði þó um þverbak ekki alls fyrir löngu er hann fékk kókflösku á línuna. Flaskan hefur legið á hafsbotni í áratugi ef marka má hrúðurkarlana sem tekið hafa sér bólfestu á henni og gert sér þar heimkynni. Hagbarður var með Leifa Ingólfs á Ásdísi ís út af eldingarhryggnum er flaskan kom í veiðarfærin og var þessi nýstárlegi afli færður að landi líkt og um silfur hafsins væri að ræða. Innihaldið hafði þó verið drukkið úr flöskunni fyrir margt löngu síðan svo Hagbarður sat uppi með það að geta ekki teygað kóka kóla úr flöskunni og svalað þorsta sínum í sjóferðinni. Sjóarinn hafði nýfenginn aflann með sér heim og þar stendur flaskan á stofuskápnum og er höfð upp á punkt. Þau Gunnar Hjörtur, Kristín Helga og Katla Salome Hagbarðsbörn fengu þó að handfjatla gripinn fyrir ljósmyndara Víkara í kvöld fyrir lesendur til að njóta.

 

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.