
Skólaskákmót grunnskóla Bolungarvíkur var haldið í gær þriðjudag 16. apríl. Keppt var í þremur flokkum: 8.-10. bekkur, 4. - 7. bekkur og 1. til 3. bekkur.
í elsta hópnum sigraði Páll Sólmundur H Eydal og í öðru sæti var Daníel Ari Jóhannsson og þeir fara á héraðsmót sem verður haldið á Flateyri í næstu viku. Í milli flokki sigraði Daði Arnarsson og í öðru sæti var Ingólfur Daði Guðvarðarson og fara þeir einnig á mótið á Flateyri. Í yngsta flokki sigraði Alastair Kristinn Rendall og í öðru sæti var Emil Uni Elvarsson.
Á mótinu á Flateyri verður keppt um sæti á Íslandsmóti grunnskólasveita en sú keppni verður haldin hér í Bolungarvík 24. til 27. apríl n.k. Þetta kemur fram á vef Grunnskólans í Bolungarvík.
Fleiri myndir er hægt að sjá með því að smella á myndahnappinn hér fyrir neðan.
