Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Þú þarft Flash plugin til að sjá þennan banner!
Saga Bolungarvíkur | 21.11.2007 |
Þuríður og Þjóðólfur

Í Landnámabók segir frá Þuríði sundafylli og Völu-Steini, syni hennar, er komu af Hálogalandi í Noregi og festu byggð í Bolungarvík. Þuríður þessi var fjölkunnug mjög og áður en hún fór til Íslands segir sagan að hún seiddi til þess eitt sinn á hallæristímum á Hálogalandi að hvert sund yrði fullt af fiskum. Gekk það eftir og fyrir það var hún kölluð sundafyllir. Einnig setti hún Kvíarmið á Ísafjarðardjúpi og tók fyrir kollótta á af hverjum bónda í Ísafirði. Í þjóðsögu einni segir frá samskiptum Þuríðar og Þjóðólfs, bróður hennar, á þessa leið: Hólsá kemur upp í Tungudal í Bolungarvík, rennur skammt og kemur til sjávar í miðri víkinni. Efst í víkinni, norðan við ána, er Tunga, vel húsaður bær, sem sumir segja að hafi heitið Þjóðólfstunga. Þannig var að Þuríður sundafyllir átti bróður þann er Þjóðólfur hét. Hann bað Þuríði að fá sér land í Bolungarvík og hún leyfði honum svo mikið land sem hann gæti girt fyrir á einum degi. Hann fer til og leggur garð frá Stiga og vildi girða fyrir Hlíðardal og Tungudal, en komst ekki lengra en í miðjan Tungudal um daginn og sjást þess enn merki hvar hann lagði garðinn. Þjóðólfur kastaði eign sinni á báða dalina, en Þuríður þóttist eiga þann dalinn sem eigi var girt fyrir til fulls og varð svo að vera sem hún vildi. Þetta líkaði Þjóðólfi stórilla og vildi hefna sín og stela yxni sem Þuríður átti á Stigahlíð. Hún varð vör við er hann gekk á hlíðina og fór þegar á eftir honum, en hann tók yxnið og vildi leiða heim.

Þau mættust þar sem heitir Ófæra, innst í hlíðinni. Hún réðst þegar á hann og vildi taka yxnið, en fékk ekki að gjört. Varð hún þá svo reið að hún lagði það á hann að hann yrði að steini, þar sem flestir fuglar á hann skiti. En hann lét þá svo um mælt á móti, að hún yrði að kletti þar sem vindur nauðaði hvað mest og stendur hún síðan efst á norðurhorninu á Óshlíð, svo sem glöggt má sjá. En Þjóðólfur varð að kletti og valt fram í sjóinn og lenti þar á klöpp sem upp úr stóð. Sá klettur var jafnan alþakinn fugli og nefndist Þjóðólfur. Stóð kletturinn þarna alla tíð samfleytt þangað til um haustið 1936, er hann hvarf í logni og ládeyðu um nótt eina, svo að enginn vissi hvað af honum varð. Lengi mundu Bolvíkingar eftir Þjóðólfi og vissu gjörla hvar hann stóð, því að hann var stakur og var róið fram hjá honum í hvert sinn sem á sjó var farið. Fullyrða þeir að svo grunnt sé kringum klöppina sem hann stóð á að hann geti þar hvergi legið, án þess að hann sæist. Vilja menn trúa því að hann hafi horfið af því að þá var álagatíminn úti. Gjörla sjást þess merki hvar hann stóð á skerinu og hefur hann verið rúmir fimm faðmar á þann veginn sem niður sneri. Og lýkur hér að segja frá systkinunum Þjóðólfi og Þuríði sundafylli og álögum þeirra.

Tekið af vef Eddu útgáfu hf.


Næstu viðburðir
Í dag föstudagur, 18. apríl 2014
Pálmi Gestsson les Passíusálmanna í Hólskirkju

Pálmi Gestsson leikari les Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar á 400 ára fæðingarafmæli sálmaskáldsins. Lestur Passíusálmanna hefst kl.13:00 og stendur fram eftir degi. Allir velkomnir

sunnudagur, 20. apríl 2014
Hátíðarmessa Páskadag.

Hátíðarmessa kl. 9:00 að morgni páskadags. Upprisu Jesú Krists fagnað. Allir velkomnir.

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Fjör á þorrablóti eldri borgara
Félag eldri borgara í Bolungarvík hélt sitt árvissa þorrablót í Safnaðarheimilinu 14. febrúar 2014. Boðið var upp á þorramat frá bræðrunum á Núpi og fjölmörg skemmtiatriði. Að borðhaldi loknu var stiginn dans við undirleik Benedikts Sigurðsson sem þandi nikkuna af mikilli lilst. Ljósmyndari ...

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Félagsfærni
20.1.2014 23:17:42

Félagsfærni (social skills) er hæfileikinn til að hafa góð og gagnleg samskipti við annað fólk.  Við tökum oft þessari færni okkar sem sjálfsögðum hlut án þess að gera okkur grein fyrir ...

Smelltu til að skoða Einbeittur brota- og gjafavilji sjávarútvegsráðherra
15.1.2014 18:00:20

Sjávarútvegsráðherra var um síðustu helgi gestur í sjónvarpsþættinum Sunnudagsmorgunn í Ríkisútvarpinu. Þar kom fram einbeittur vilji hans til þess að afhenda útgerðinni ...

Myndbandið
Nýleg virkni